Dagverðardalur: úthlutun frístundalóða frestað

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur frestað úthlutunum á lóðum í Dagverðardal þar til nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar 11. nóvember.

Í síðasta mánuði lagði nefndin til við bæjarstjórn að heimila úthlutun lóðar nr. 7 í Dagverðardal til Marzellíusar Sveinbjörnssonar.  Marzellíus hafði áður sótt um lóðina í júní síðastliðinn  og var erindinu þá frestað þar sem deiliskipulag lægi ekki fyrir. Í ítrekuðu erindi Marzellíusar kemur fram að heimilt sé að veita leyfi til framkvæmda að undangenginni grenndarkynningu þótt deiliskipulag sé ekki fyrir hendi og bendir hann á tvö dæmi þess að úthlutað hafi verið  lóð í Tunguskógi. Nefndin samþykkti þá, sem fyrr segir, að leggja til lóðarúthlutun.

Bæjarstjórnin ákvað hins vegar á síðasta fundi sínum þann 5. nóvember að vísaði málinu aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar sem hefur nú frestað úthlutun.