Degi íslenskrar tungu verður fagnað með fjölbreyttum hætti um land allt í dag, þann 16. nóvember.
Hátíðarhöld og verðlaunaafhending Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar verða þó með óhefðbundnum hætti þetta árið vegna sóttvarnaráðstafana.
Hátíðardagskrá ráðuneytisins verður miðlað með streymi en þau munu fara fram í Hörpu kl. 16.
Þar mun Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flytja ávarp og tilkynna um verðlauna- og viðurkenningarhafa Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar árið 2020.
Landsmenn eru hvattir til þess að fagna deginum með sínum hætti og vitað er að fjölmargir skólar munu til dæmis nota tækifærið og hafa íslenskt mál í öndvegi nk. mánudag líkt og hefð er fyrir.
Um Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Ráðgjafanefnd dags íslenskrar tungu gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verðlaunahafa og rökstyður val sitt. Auk þess er heimilt að veita stofnunum, félagasamtökum og fyrirtækjum sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu.
Í fyrra fékk Jón G. Friðjónsson prófessor verðlaun Jónasar Hallgrímssonar