Bréf til Haraldar Benediktssonar, alþm.

Úlfar B. Thoroddsen.

Sæll og blessaður Haraldur!

 

Ég vissi nánast ekki hvaða gjörningaveður hafði skollið yfir þegar ég las frétt í BB þar sem m.a þessar línur standa:

 

Vegagerðin hefur skrifað undir samning við flugfélagið Norlandair á Akureyi um áætlunarflug til Gjögurs og Bíldudals.  hefur félagið áætlunarflug  þegar þann 16. nóvember næstkomandi.  Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis segist ekki vita hvaðan á sig stendur veðrið og segir að flugfélagið verði í lausu lofti ef þetta verður niðurstaðan og mikið högg.

 

Eru þetta laun og viðurkenning ríkisvaldsins til manns og félags sem hefur þjónað Vestfirðingum farsællega í áratugi og sem hefur leitast við að uppfæra flugvélakost sinn til að mæta nútímakröfum við þröngar aðstæður? Þetta verður að afturkalla án tafar. Nú dugir ekki að hver embættismaðurinn innan ríkiskerfisins vísi á annan og skotist sé bak við innkaupastefnu ríkisins og svarað: Svona er þetta bara! Innkaupastefnan virkar ekki í þessu tilfelli. Hún getur verið eyðileggjandi afl, nokkurra krónu sparnaður á móti gæðum og ánægju og öryggi neytenda, og það sýnir sig berlega í þessu tilfelli. Hleypa á  öðru félagi að með gamlar og hægfara vélar inn í Bíldudals- og Gjögurflugið. Það mun aðeins verða nýtt í neyð og varla það. Nú kemur nýtt félag sem segist geta. Það sama félag virtist hvorki hafa getu né metnað til að þjóna heimahögunum og þar á ég við Húsavík, þar kom Hörður inn. Reyndi hann svo að þjóna Vestmannaeyingum þegar Iceland connect hljóp frá eins og hundur frá spýju en þykist geta komið inn á þá flugleið aftur með vorinu.

 

Hvaða hagsmunagæsla  er þarna í loftinu?

 

Treysti á það að þú og aðrir þingmenn kjördæmisins komið í veg fyrir þessa vitleysu.

 

Til þess er æðsta stjórn ríkisins að hafa taumhald á allri vitleysu.

 

Héðan er annars fátt að frétta, flest gengur sinn vanagang.

 

Men bestu kveðjum,

 

Úlfar Thoroddsen,

fyrrverandi sveitarstjóri

Patreksfirði

 

 

DEILA