Bolungavíkurhöfn: 1.626 tonn í október

Alls var landað 1.626 tonnum í Bolungavíkurhöfn í síðasta mánuði. Togarinn Sirrý ÍS landaði 501 tonnum eftir fimm veiðiferðir. Dragnótabátar öfluðu um 600 tonnum.

Þorlákur ÍS var þeirra aflahæstur með 161 tonn, Saxhamar SH landaði 100 tonnum, Finnbjörn ÍS 91 tonni, Ísey EA var með 103 tonn og Magnús SH landaði 41 tonni.

Þá lönduðu handfæra- og línubátar um 500 tonnum. Jónína Brynja ÍS fór 18 veiðiferðir og landaði 166 tonnum, Fríða Dagmar ÍS réri sömuleiðis 18 róðra og aflaði 164 tonn. Einar Hálfdáns Ís for flesta róðra í mánuðinum eða 19 og landaði 87 tonnum. Otur II ÍS fór 17 róðra og aflaði 88 tonn.