Baldur Smári: galin krafa Reykjavíkurborgar

Baldur Smári Einarsson bæjarfulltrúi í Bolungavík.

Baldur Smári Einarsson, formaður bæjarráðs Bolungvíkurkaupstaðar segir að krafa Reykjavíkurborgar á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga alveg galna. Borgin krefst þess að fá greiddar 8,7 milljarða króna fyrir vangoldin framlög úr sjóðnum á árunum 2015-2018.

Baldur  Smári segist orðlaus yfir ósvífninni. Hann segir að Reykjavíkurborg verði að átta sig á því að hún sé með um 2/3 allra starfa á vegum ríkisins og miklar tekjur af fasteignaskatti af eignum ríkisins í borginni, sem hýsa m.a. starfsemi fjölmargar stofnana þess.

 

„Ef borginni finnst rangt gefið þá má ræða það, en verða rædd fleiri atriði og ég er eki viss um að það myndi koma vel út fyrir borgina“ segir Baldur Smári.

Baldur Smári minnir á að 2017 hafi verið settar sérlög fyrir Reykjavíkurborg um greiðslu úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga  sem færðu borginni það ár um helming af 650 m.kr. tekjum ríkisins af skatti á fjármálafyrirtæki.

DEILA