Vefspjaldskrá Hafrannsóknastofnunar, ISMN hefur verið uppfærð og er öllum sem áhuga hafa aðgengileg á vefsíðu Hafrannsóknarstofnunar.
Til að auðvelda leit að tilteknum einstakling er hnúfubökunum skipt í 7 hópa eftir því hve dökkt neðra borð sporðblöðku er, allt frá alsvörtu í alhvítt, en mynstur á neðra borði hennar er helsta leiðin til að bera kennsl á einstakling.
Myndunum var safnað eftir ýmsum leiðum:
Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar hafa leitt ýmsa leiðangra þar sem eitt af markmiðunum er að ljósmynda hvali til einstaklingsgreiningar (sérstakir ljósmyndaleiðangrar s.s. YONAH, þá eru, sýnatöku- og merkingaleiðangrar og hvalatalningar s.s. NASS og T-NASS).
Ljósmyndir teknar á vegum innlendra og erlendra samstarfsaðila s.s. Háskóla Íslands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík.
Myndir teknar af starfsmönnum á eigin vegum og í ferðum hvalaskoðunarfyrirtækja.
Myndir tekna af áhugasömum sjómönnum.
Síðast en ekki síst er fjöldi innsendra mynda frá einstaklingum og ferðamönnum komnar í gegnum vefgátt Hafrannsóknastofnunar https://www.hafogvatn.is/en/research/whale-research/whale-photo-id
Þekktir einstaklingar fara einnig í Norður-Atlandshafs gagnagrunn. The College of Atlantic: Allied whale, sem staðsettur er í Bar Harbour, Main í Bandaríkjunum er einn samstarfsaðila Hafrannsóknastofnunar. Uppruna þess gagnagrunns má rekja til YONAH verkefnisins (Year of North Atlantic Humpack) í upphafi 10. áratugar síðustu aldar.
Þetta samstarf gerir kleift að auka þekkingu á farleiðum og farmynstri hnúfubaka um Norður-Atlantshafið m.a. með því að tengja æxlunar- og fæðuslóðir (og jafnvel finna tengingar milli fæðuslóða).
Til dagsins í dag hafa 33 einstaklingar sést hér við land, sem einnig hafa sést á öðrum slóðum við Norður- Atlantshafið. Af þessum einstaklingum eru 22 með samsvaranir við svæði við sunnanvert Norður-Atlantshaf þar sem vitað er að helstu æxlunarslóðir Atlantshafs hnúfabaka eru, 17 samsvaranir hafa fundist við austanvert Atlantsahaf og 5 við það vestanvert. Hinir 15 hafa helst fundist við Írland og Noreg.
Með hjálp þessara merkilegu gagna verður hægt að skoða nánar hvað gerist í hafinu kringum Ísland og gera nánari grein fyrir lifnaðarháttum hnúfubaksins.
Ef þú vilt leggja þitt af mörkum til hnúfubaksspjaldskrár Hafrannsóknastofnunar (ISMN) eða önnur skyld verkefni er hægt að lesa sér nánar til um slíkt samstarf og þau verkefni sem unnið er að á vefsíðu: https://www.hafogvatn.is/en/research/whale-research/whale-photo-id eða hafa samband við Valerie á netfangið valerie@hafogvatn.is
Ath. Háhyrningamyndir eru einnig vel þegnar. Ef leyfi er gefið, verður þeim einnig deilt með Dr. Filipu Samarra við Háskólasetrið í Vestmannaeyjum sem stundar fjölþættar rannsóknir á háhyrningum hér við land svo sem fari þeirra.