Uppsetningu á kantlýsingu í Hvalfjarðargöngum er lokið.
Kantljós eru tákn nýrra tíma og er að finna í flestum nýjum jarðgöngum.
Orkuvirki sá um uppsetningu ljósanna sem eru með 25 metra millibili í göngunum.
LED ljósin hafa gefið góða raun í öðrum göngum og koma í stað vegstika. Þetta sparar bæði tíma og fyrirhöfn því þrífa þarf vegstikur mánaðarlega með sérstökum vélum í göngunum.
Ljósin bæta einnig öryggi og gagnast líka sem rýmingarlýsing ef reykur kemur í göngin.