Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk nemenda er til 15.október

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna haustannar 2020 er til 15.október næstkomandi.

Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum eða með íslykli á heimasíðu Menntasjóðs, www.menntasjodur.is eða island.is.

Jöfnunarstyrkur (dreifbýlisstyrkur)

– er styrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu. Lögheimili má ekki vera í nágrenni við skóla og eitt af grunnskilyrðum fyrir jöfnunarstyrk er að nemandi geti sýnt fram á tengsl við lögheimili sitt.

Námið verður að vera að lágmarki eins árs skipulagt nám við skóla sem fellur undir lög um framhaldsskóla/menntaskóla. Nemandi telst stunda reglubundið nám hafi hann gengið til prófs i a.m.k. 12 einingum á önn, ef um Fein-einingar er að ræða er lágmarkið 20 ein.

Námsmenn í sérnámi/iðnnámi geta átt rétt á bæði námslánum og jöfnunarstyrk. Námsmaður getur þó ekki fengið hvoru tveggja, jöfnunarstyrk og námslán, á sömu önn.
Hámarkslengd styrks er til fjögurra ára eða í átta annir.
Athugið að nemandi getur ekki fengið bæði jöfnunarstyrk og námslán á sömu önn.
Nemendur í launuðu starfsnámi eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk.

DEILA