Kröfur ríksins fyrir Óbyggðanefnd um það land sem verði samþykkt sem þjóðlenda í Ísafjarðarsýslum eru viðamiklar og nákvæmlega tíundaðar. Sem dæmi er hér sýnt kort af kröfum ríkisins í Bolungavíkurkaupstað og í hálendinu milli Bolungavíkur og Súgandafjarðar, svo milli Súgandafjarðar og Önundarfjarðar.
Í Bolungavík er gerð krafa um að Stigahlíðin og Bolafjallið verði þjóðlenda. Um það segir í lýsingunni:
„Við afmörkun þjóðlendukröfulínu er fyrst og fremst stuðst við afmörkun á aðliggjandi
jörðum samkvæmt landamerkjabréfum þeirra, Minnibakka, Meirihlíðar og Traðar. Ekki
er tekið mið af þeim hluta lýsingar Breiðabóls sem lýsir fjallstoppi Bolafjalls og Stigahlíð
innan jarðarinnar enda lýsa aðrar jarðir ekki svæðum á fjallstoppi eða Stigahlíð innan jarða. Þá eru almenningar í Stigahlíð austan merkja Breiðabóls. Bent er á að
fjallstoppurinn er í rúmlega 550m hæð ofan kletta og Stigahlíðin hinu megin fjalls án
tengsla við jörðina Breiðaból að öðru leyti. Miðað er við landfræðilega legu kröfusvæðis
og er miðað við að land innan þess hafi ekki verið nytjað eða nýtt með öðrum hætti enda
um að ræða land brattlendi, að hluta og hásléttu fjalls ofan kletta í um 550m hæð
gróðursnautt og líklega lítt nytjað. Stigahlíðin er brattlendi og á köflum snarbrattir klettar,
lítt gróið.“
Þá er Gilsbrekkuheiði og hálendið milli Skálavíkur og Súgandafjarðar þjóðlenda að mati ríkisins. Eins Klofningsheiði milli Vatnadals í Súgandafirði og Önundarfjarðar svo og hálendið milli fjarðanna.
Lýsingin um Klofningsheiðina hefst á þssum orðum:
„Upphafspunktur er í fjallsbrún Skógarhorns sem er í beinni sjónhendingu frá
seltóttum í Langadal sem skilja að landamerki Neðri- og Fremri Breiðdal. Þaðan
ráða fjallsbrúnir að brún Grjótskálargils sem ræður merkjum Neðri Breiðdals og
Selakirkjubóls. Þaðan ráða fjallsbrúnir að fjallsbrún í botni Káldárdal sem er í
beinni línu við upptök Káldár, sem ræður merkjum Selakirkjubóls og Kaldár.“