Þetta er gleðidagur

„Þetta er gleðidagur“ sagði Haraldur Benediktsson, alþm. og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis þegar hann var inntur eftir viðbrögðum sínum við úrskurði Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál um vegagerð í Gufudalssveit sem kveðinn var upp í dag.

„Ég reikna fastlega með að samgönguráðherra leggist á árar með okkur þingmönnum Nv að flýta sem mest útboðum. Mér finnst raunhæft að framkvæmdum verði sem næst lokið eftir 4ár.  Það má ekki seinna vera.“

DEILA