Þ-H leið: framkvæmdaleyfið staðfest

Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál afgreiddi í dag kæru Landverndar varðandi vegagerð í Gufudalssveit. Reykhólahreppur gaf út þann 25. febrúar 2020 framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni skv. svonefndri Þ-H leið frá Þorskafirði að Skálanesi.

Landvernd kærði leyfið til nefndarinnar og krafðist þess að það yrði ógilt.

Nefndin hafnaði kröfu Landverndar og stendur því framkvæmdaleyfið.

Meira síðar.