Tesla opnar ofurhleðslustöð í Staðarskála

Raf­bíla­fram­leiðand­inn Tesla mun í kom­andi viku opna nýja of­ur­hleðslu­stöð fyr­ir viðskipta­vini sína við Staðarskála í Hrútaf­irði að því fram kemur í Morgunblaðinu.

Afl hverr­ar hlöðu, sem eru átta tals­ins, er 250 kW en það er fimm­falt það sem fyrstu hraðhleðslu­stöðvarn­ar sem sett­ar voru upp hér á landi gátu annað.

Þá eru þess­ar hlöður tæp­lega 70% afl­meiri en aðrar hlöður sem önn­ur fyr­ir­tæki eru að setja upp hér á landi með stuðningi Orku­sjóðs.

Tesla fær ekki greiðslur úr rík­is­sjóði í upp­bygg­ing­ar­fer­ilnu.

Ole Gudbrann Hem­p­el, sem stýr­ir upp­bygg­ingu of­ur­hleðslu­stöðvanna á Norður­lönd­um, seg­ir í ViðskiptaMogg­an­um í dag að fyr­ir­tækið stefni á upp­bygg­ingu af þessu tagi á Ak­ur­eyri, Eg­ils­stöðum, Höfn í Hornafirði, á Kirkju­bæj­arklaustri og svæðinu nærri Sel­fossi.

DEILA