Súðavík: áhyggjur af samgöngumálum

Frá grjóthtuni á Súðavíkurhlíð.

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps ræddi samgöngumál á síðasta fundi sínum.

Súðavíkurhreppur lýsir yfir áhyggjum af því að ekki hafi verið fundi lausn á samgöngumálum milli Ísafjarðarbæjar og Súðavíkur.

„Sveitarstjórnin áréttar þá skoðun að samgöngur milli bæjarfélaganna verði ekki leystur nema með gerð jarðgangna milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar. Súðavíkurhreppur óskar stuðnings nágrannasveitarfélaga í þeirri kröfu enda ekki síður þeirra hagsmunamál en Súðavíkurhrepps.“ segir í ályktun fundarins.

DEILA