Studio Dan: 6 m.kr. tap á tveimur árum

Fyrirtækið Studio Dan ehf sem er að fullu í eigu Ísafjarðarbæjar tapaði 6 milljónum króna á árunum 2018 og 2019. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir 2019 sem lagður hefur verið fram í bæjarráði.

Aðeins einn stjórnarmaður er í félaginu og er það bæjarstjóri sem gegnir því.

Studio Dan ehf er rekstrarfélag sem hefur haft húseignina í Hafnarstræti til leigu undir líkamsræktarstarfsemi og framleigði aðstöðu til annars fyrirtækis sem annaðist rekstur stöðvarinnar.

Helstu útgjöld Studio Dan ehf eru húsnæðiskostnaður, leigugreiðslur til eiganda húsnæðisins og nema þær ríflega 5 milljónum króna á ári. innheimtar leigutekjur eru aðeins um helmingur húsnæðiskostnaðarins.  Sveitarfélagið er því í raun að niðurgreiða rekstur líkamsræktarstöðvarinnar um 3 milljónir króna á ári.

Í nýlegum samningi bæjarins við Ísófit ehf eru greiðslur bæjarins 420 þúsund krónur á mánuði eða um 5 milljónir króna á ári til þess að greiða fyrir rekstri  líkamsræktarstöðvar.

DEILA