Sögusýning um Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði.

Húsnæði Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Á vefsíðunni Albert eldar kemur eftirfarandi fram:

Húsmæðraskólinn Ósk var stofnaður árið 1912 á Ísafirði og starfræktur til 1990. Til stendur að setja upp sögusýningu í Tónlistarskólanum, húsinu sem var reist fyrir Húsmæðraskólann og tekið í notkun árið 1948.

Við óskum eftir einu og öðru sem gæti nýst okkur, svo sem myndum, vefnaði, útsaumi, uppskriftabókum, minningabókum, litlum munum, skólaspjöldum og sögum.

Þið megið gjarnan benda afkomendum kvenna sem voru á Húsmæðraskólanum Ósk frá þessu með von um að við fáum fjölmargt til að moða úr.

Hægt er að senda póst eða hringja:

Finney Rakel Árnadóttir, safna- og þjóðfræðingur s. 821 8124 finneyrakelarna@gmail.com

Albert Eiríksson s. 864 2728 og albert.eiriksson@gmail.com

DEILA