Snjókoma við Djúp – frystir á fjallvegum

Í morgun snjóaði við utanvert Ísafjarðardjúpi og hefur gránað töluvert í fjöll niður fyrir miðjar hlíðar. Frá Vegagerðinni barst eftirfarandi viðvörun til vegfarenda:

Í dag kólnar norðantil á landinu. Frystir á fjallvegum með krapa, éljum og hálku. Á láglendi helst frostlaust að mestu, en á stöku stað lúmsk hálka í nótt og fyrramálið einkum vestantil á Norðurlandi.

DEILA