Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum fyrir helgina að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna endurheimt votlendis á jörð Skóga og Horns á vegum Votlendissjóðs. skipulags- og mannvirkjanefnd, bæjarins telur að svæðið sem um ræðir falli ekki undir skilgreiningu núverandi Aðalskipulags sem landbúnaðarjarðir, sem beri að halda í.
Bæjarfulltrúar samþykktu eftirfarandi bókun við afgreiðslu málsins:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir bókun skipulags- og mannvirkjanefndar að svæðið sem um ræðir falli ekki undir skilgreiningu núverandi aðalskipulags sem landbúnaðarjarðir sem beri að halda í. Jafnframt telur bæjastjórn að endurheimt votlendis komi ekki í veg fyrir að jarðirnar verði nýttar til landbúnaðar í framtíðinni. Þar sem vinna við nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins er í vinnslu leggur bæjarstjórn áherslu á að unnin verði nýr kafli um loftslagsmál með áherslu á endurheimt votlendis og skógrækt þar sem við á.“
Það voru Votlendissjóður og Skógar & Horn ehf. eigandi jarðana Skóga og Horns
í Mosdal við Arnarfjörð sem óskðu eftir afgreiðslu málsins og upplýstu að aðilar hefðu gert með sér samning um endurheimt votlendis.
Tvær nefndir bæjarins höfðu komist að gagnstæðri niðurstöðu í málinu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd taldi sig geti ekki heimilað áformin um endurheimt votlendis þar sem í aðalskipulagi segir að þau svæði sem í dag eru nýtt til landbúnaðar, auk þeirra svæða sem henta vel til landbúnaðar og eru í góðum tengslum við innviði eins og vegasamband og rafveitu, verði skilgreind sem landbúnaðarsvæði og að þannig verði haldið í verðmæti landbúnaðarjarðanna tryggt að hægt verði að nýta góð
landbúnaðarsvæði eyðijarða til landbúnaðar í framtíðinni.
Þessu var skipulags- og mannvirkjanefnd ekki sammála. Taldi nefndin að svæðið sem um ræðir félli ekki undir skilgreiningu núverandi aðalskipulags sem landbúnaðarjarðir sem beri að halda í.
Í minnisblaði bæjarritara segir að bókun skipulags- og mannvirkjanefndar sé sú tillaga sem
leggja skal til grundvallar við meðferð málsins fyrir bæjarstjórn, þar sem skipulagsnefndir fara með skipulagsmál, þ.m.t. umhverfismat skipulagsáætlana, en líta verði á bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar sem umsögn um málið.