SEPTEMBER er sýning á Patró

SEPTEMBER er sýning unnin í HÚSIÐ / art residency í september 2020.

Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar laugardaginn 3. október frá klukkan 16 til 20.

Í Húsinu rannskaði listamaðurinn hvaða liti er hægt að vinna úr íslenskri náttúru með fókusinn á Patreksfjörð og nærumhverfi.

Sýningin er sett upp sem innlit á vinnustofu þar sem ferlinu er gefið rými og rannsókn listamannsins höfð í fyrirrúmi.

Helga Björk Ottósdóttir lauk B.A. námi í textílhönnun frá Glasgow School of Art árið 2017 þar sem hún sérhæfði sig í prentuðum textíl.

Áður stundaði hún nám við textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík.
Þetta er fyrsta einkasýning Helgu Bjarkar.

Sýningargestir eru beðnir umað virða 1 metra regluna og persónulegar sóttvarnir. Spritt, grímur og fljótandi veigar verða í boði.