Samgöngustofa: gerir úttekt á jarðgöngum á Vestfjörðum

Halldór Ó. Zoega deildarstjóri mannvirkjadeildar Samgöngustofu stðafestir í svari við fyrirspurn Jónasar Guðmundssonar f.h. Samgöngufélagsins að gerð verði úttekt á öryggismálum í jarðgöngum á Vestfjörðum. Halldór segir að vegna Covid hefur verkinu seinkað en úttektir verða gerðar.

Tilefni fyrirspurnar Samgöngufélagsins um úttekt Samgöngustofu á Bolungarvíkurgöngum og göngum undir Breiðadals- og Botnsheiði var að Samgöngustofa hafði nýverði í samræmi við hlutverk sitt látið fara fram úttekt á öryggismálum í veggöngum í Fjallabyggð (Múla-, Héðinsfjarðar- og Strákagöngum). Skýrslan er dagsett er 18. september 2020 og hefur verið rædd í bæjarráði Fjallabyggðar.

https://ibuagatt.fjallabyggd.is/meetingsearch/displaydocument.aspx?itemid=EMta7SjUyEOeGFEl8J9jDg&meetingid=2010004F%20%20%20%20%20%20%20&filename=Jar%C3%B0g%C3%B6ng%20%C3%AD%20Fjallabygg%C3%B0%5bUntitled%5d.pdf&cc=Document

Jónas Guðmundsson vakti athygli á vanköntum í öryggismálum í Vestfjarða- og Bolungavíkurgöngum, sem einkum snúa að símasambandi, fjarskiptum og útvarpssambandi.

Benti hann á að í Bolungarvíkurgöngum er búnaður til útvarpsútsendinga, sem félag hans  Leið ehf., lagði til og var tekinn í notkun í desember 2017 samkvæmt samningi við Vegagerðina „enda ekki boðlegt að ná ekki útsendingum útvarps í jafn fjölförnum göngum og um ræðir. Þessi búnaður hefur hins vegar ekkert verið virkjaður til aukins öryggis eftir því sem næst verður komist.“ segir Jónas í greinargerð með fyrirspurninni.  Þá hefur GSM samband í göngunum verið frekar veikt.

Þá segir Jónas að í göngunum undir Breiðadals- og Botnsheiðar hátti þannig til eftir því sem næst verður komist, „að aðeins er hægt að nota GSM-síma eins símafyrirtækis, þ.e. Símans, til almennra nota þótt hægt sé að ná sambandi við Neyðarlínuna úr síma hvaða símfyrirtæki sem er.  Þá er ekkert útvarpssamband í þessum göngum, sem bæði eru
löng, eða alls 9 km og þar af 7 km einbreið og má búst við talsvert vaxandi umferð eftir að Dýrafjarðargöng (Hrafnseyrargöng) verða tekin í notkun.“

Lýkur Jónas fyrirspurninni með því að hvertja til úrbóta á þessu ástandi.