Ríkiskaup auglýsir til sölu tvö íbúðarhús á Ísafirði

Ríkiskaup hafa auglýst til sölu tvö parhús við Urðarveg á Ísafirði, það er húsin númer 20 og 34.

Samkvæmt reglum Ríkiskaupa um lágmarks auglýsingartíma verða tilboð opnuð 12. október n.k. kl. 13:00.

Eignirnar verða sýndar fimmtudaginn 8. október 2020 milli kl. 17:00 og kl. 18:00.

Uppgefið verð fyrir Urðarveg 20 er 44,9 milljónir og fyrir Urðarveg 34 er 42,9 milljónir.

Tilboðum er hægt að skila rafrænt með því að fylgja þessum hlekk: https://www.rikiskaup.is/is/um-rikiskaup/utgefid-efni/eydublod/kauptilbod