Rennur upp við Rolling Stones

 

Jón Atli Játvarðsson þangsláttumaður á Reykhólum upplifði, eins og fleiri Vestfirðingar, mikið úrhelli í gær, en svo stytti upp og þá varð margt  skemmtilegra.

 

 

Jóna Atli skrifar : Eitthvað rigndi í nótt, en um 10 leytið var sólin farin að glampa á grammófóninn hérna á Reykhólum.
Sólin mætir fjöri fóns,
föl í haustsins straffi.
Rennur upp við Rolling Stones
og rjúkandi heitt kaffi.