Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða vegna verkefna sem eiga að fara fram árið 2021.

Um 50 milljónir króna eru til úthlutunar.

Sjóðurinn hefur á undanförnum árum veitt styrki til ótal verkefna á sviði menningar, nýsköpunar og atvinnuþróunar. Einnig geta menningarstofnanir sótt um stofn- og rekstrarstyrki.

Allar nánari upplýsingar og slóða á umsóknargáttina er að finna á

https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/uppbyggingarsjodur

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 12. nóvember.

Vinnustofur um gerð umsókna verða haldnar:

Þriðjudaginn 27. október kl 17 – 19
■ Blábankanum, Þingeyri
■ Skúrinni, Flateyri
■ Á sama tíma er fjarfundur, opinn öllum. Slóðin verður birt á Facebook-síðu Vestfjarðastofu samdægurs.

Miðvikudaginn 4. nóvember kl. 16 – 18
■ Vestfjarðastofu, Ísafirði
■ Ólafshúsi, Patreksfirði
■ Á sama tíma er fjarfundur, opinn öllum. Slóðin verður birt á Facebook-síðu Vestfjarðastofu samdægurs.

Fimmtudaginn 5. nóvember kl. 16 – 18
■ Djúpinu, Bolungarvík
■ Hnyðju, Hólmavík

DEILA