Ný bók: Yrkja vildi eg jörð

Í bókinni segir frá íslenskum jarðræktarháttum. Fjallað er um vinnubrögð og verkfæri til ræktunar fóðurs fyrir búfé: sum séríslensk en önnur erlend, löguð að hérlendum aðstæðum.

Sagt er frá túnasléttun á ýmsum tímum, beðasléttun, engjarækt og áveitum, framræslu og nýræktun túna, kornrækt svo og vörslu og viðhaldi ræktunar.

Á grundvelli heimildarannsókna og með ljósmyndum og skýringarmyndum er ljósi varpað á mikilvæga þætti jarðræktarsögunnar allt frá elstu heimildum hennar til síðustu aldamóta.

Bjarni Guðmundsson var prófessor við Landbúnarðarháskóla Íslands og stýrði einnig uppbyggingu Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri.

Hann hefur áður skrifað um búnaðarsöguleg efni, m.a. bækurnar Íslenska sláttuhætti og Íslenska heyskaparhætti.

DEILA