Ný bók: Spegill fyrir skuggabaldur

Þessi bók fjallar um leynda valdaþræði, kerfislæga spillingu og misbeitingu valds.
Hún afhjúpar skuggabaldrana í samfélagi okkar og skúmaskotin þar sem þeir leynast.
Þetta er æsispennandi pólitískur þriller – en hér er enginn skáldskapur á ferðinni. Blákaldur íslenskur veruleiki!
Segir í kynningu á bókinni.

Í bók­inni er fjallað um afkomu­of­beldi, spill­ingu, frænd­hygli og flokka­drætti í íslenskum stjórn­málum og atvinnu­lífi, sum­part af eigin reynslu Ólínu, sem fékk meðal ann­ars 20 millj­óna króna bóta­greiðslu frá íslenska rík­inu fyrr á þessu ári í kjöl­far þess að kær­u­­nefnd jafn­­rétt­is­­mála komst að þeirri nið­ur­­­stöðu að jafn­­rétt­is­lög hefðu verið brot­in þegar gengið var fram ­hjá henni við skip­an ­þjóð­garðsvarð­ar­ árið 2018.

Ólína greinir einnig frá því hvernig forstjóri Samherja Þorsteinn Már Baldvinsson hafi hindrað ráðningu sína sem forseta hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri árið 2013.

Auk eigin reynslu rekur Ólína fjöl­mörg dæmi af fólki sem telur að stjórn­mála­skoð­anir sín­ar, eða aðrar sem féllu ekki í kramið hjá áhrifa­fólki í stjórn­málum og við­skipt­um, hafi orðið til þess að það hafi verið svipt tæki­færum til að afla sér lífs­við­ur­vær­is.