Lögreglan minnir á grímuskyldu

Grímuskylda ef ekki er hægt að halda tveggja metra fjarlægð.

Lögreglan vill minna á að nú er grímuskylda, skv. sóttvarnareglum sem heilbrigðisráðherra gaf út í vikunni.

Þannig ber öllum skylda til að vera með andlitsgrímu utan heimilis, ef ekki er hægt að halda tveggja metra fjarlægð í næstu manneskju.

Það er ekki sama hvernig gríman er notuð og mikilvægt að hafa í huga að einnota grímur duga aðeins í 3 til 4 klukkustundir.

Margnotagrímur þarf að þvo daglega. Grímur er m.a. hægt að kaupa í lyfjaverslunum.

Áfram er minnt á mikilvægi handþvotta og sótthreinsivökva.

Við erum öll almannavarnir, skiptum öll máli í vörninni gegn covid-19.