Landvernd: mikill sorgardagur

„Okkur þykir þetta vera mikill sorgardagur.  Nú verður þessu einstaka samspili vistkerfa spillt.  Sú staðreynd að náttúran fær ekki að njóta vafans á Íslandi er ótrúlega sár, sama hversu oft við verðum vitni að því og sama hversu oft náttúruverndarfólk þarf að horfa upp á einstakar náttúru lúta í lægra haldi eftir áralangar tilraunir til þess að fá henni hlíft.“

sagði Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar þegar hun var innt eftir viðbrögðum við úrskurði Úrskurðarnefndarinnar.

„Við teljum eins og áður að aðrir kostir til að bæta samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum hafi klárlega verið til staðar og þyngra en tárum taki að horfa upp á að úrskurðanefndin hafi ekki talið að virða ætti niðurstöðu umhverfismat varðandi þetta. Erum við ekki tilbúin til þess að keyra 5 km lengri leið eða lækka hámarkshraðann niður í 70 km/klst á stuttum kafla til þess að komast hjá eyðileggingu á íslenskri náttúru?“

 

Auður var spurð að því hvort Landvernd myndi reyna frekar að fá vegagerðinni hnekkt. „Varðandi framhaldið eru lagaleg úrræði sem standa Landvernd til boða líklega tæmd.  Við munum þó fara yfir málið með lögfræðingi okkar.“