Knattspyrna: Heiðar Birnir tekur við Vestra

Stjórn Knattspyrnudeildar Vestra hefur ráðið Heiðar Birnir Torleifsson sem þjálfara mfl karla, en Heiðar mun taka við liðinu að loknu núverandi tímabili, þegar Bjarni Jóhannsson lætur af störfum.

Heiðar þarf vart að kynna fyrir heimafólki, hann er uppalinn Ísfirðingur og hefur verið aðstoðarmaður Bjarna undanfarið.

Vestri bindur miklar vonir við ráðninguna á Heiðari, enda gríðarlega metnaðarfullur þjálfari þar á ferð.

Enn stendur yfir leit að aðstoðarmanni Heiðars, en Fannar Karvel og Sparta munu halda áfram að sjá um styrktar- og þolæfingar liðsins.