Kafað í Breiðafirði

Áhafnir varðskipanna Þórs og Týs hafa að undanförnu sinnt viðhaldi á vitum og ljósduflum víða um land.

Á dögunum sinnti áhöfnin á Tý slíku viðhaldi við tvö ljósdufl í Breiðafirði. Kafarar varðskipsins köfuðu niður að legufærum þeirra og mátu ástandið.

Sérstaklega er hugað að því hvort keðjan sé farin að þynnast auk þess sem gróður hreinsaður frá.

Ef hlekkirnir verða of þunnir geta duflin slitnað upp. Meðfylgjandi myndband gefur einstaka innsýn inn í störf kafaranna við góðar aðstæður í Breiðafirði í vikunni.