Jakob Valgeir ehf: hagnaður 25% af tekjum

Hagnaður af rekstri Jakobs Valgeirs ehf á síðasta ári varð 1,2 milljarðar króna fyrir tekjuskatt sem er um 25% af rekstrartekjum. Tekjur fyrirtækisins numu 4,7 milljörðum króna.

Heildar bókfærðar eignir voru 16,3 milljarðar króna og þarf af skuldlaust eigið fé 6 milljarðar króna sem er um 37% eiginfjárhlutfall.

Laun og tengd gjöld voru 1,5 milljarður króna og 100 störf að jafnaði yfir árið bæði í vinnslu og á sjó.

Veiðiheimildir fyrirtækisins eru 3.279 þorskígildi í aflamarkskerfinu og 2.284 þorskígildi í krókaaflamarkskerfinu. Þær eru bókfærðar á 10,7 milljarða króna. Séu aflaheimildirnar reiknaðar til markaðsverðs miðað við 3.000 kr/þkg í aflamarkskerfinu og 2.600 kr/þkg í krókaaflamarkskerfinu eru þær 15,7 milljarða króna virði. Það er 5 milljörðum meira en bókfært virði þeirra er í ársreikningnum fyrir 2019.

Að teknu tilliti til þess endurmats er eigið fé Jakobs Valgeirs ehf um 11 milljarðar króna. Ársreikningurinn er gerður upp í evrum og eru útreikningar í fréttinni miðaðir við núverandi gengi sem er 165 kr/evran.

Úthefið hlutafé eru 205 milljónir hlutir og er hver hlutur á 1 krónu.

Í stjórn Jakobs Valgeirs ehf eru Flosi Jakobsson, Ástmar Ingvarsson og Jenný Hólmsteinsdóttir. Framkvæmdastjóri er Jakob Valgeir Flosason.

Í lok ársins voru hluthafar í félaginu 7 en voru 6 í upphafi árs. F84 ehf. á 49,76% hlut, Flosi V. Jakobsson á 19,62%, Dynkór ehf. 6,55%, GF77 ehf. 6,55%, Brynjólfur Flosason 6,55%, Sólarkór ehf. 6,09% og Guðbjartur Flosason 4,87%.