Ísafjarðardjúp: regnbogaeldið kært

Lögmaðurinn og leigjandi veiðiréttinda í laxveiðiám, Óttar Yngvarsson, hefur ásamt fleirum kært Matvælastofnun fyrir úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál vegna útgáfu rekstrarleyfis stofnunarinnar til Arctic Sea Farm hf fyrir 5.300 tonna eldis á regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi. Leyfið var gefið út 4. september 2020.

Kærendur eru Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið laxinn lifi, Atli Árdal Ólafsson eigandi hluta veiðréttar í Hvannadalsá, Langadalsá og Þverá í Ísafjarðardjúpi, Veiðifélag  Laxár á Ásum, Akurholt ehf og Geiteyri ehf  og eigendur veiðiréttar Haffjarðarár í Hnappadal.

Kærendu telja sig eiga mikilla hagsmuna að gæta að ekki sé stefnt í hætti lífríki ánna og laxa- og silungastofnanna í þeim ám með lúsafári, sjúkdómasmiti og mengun frá erlendum og framandi regnbogasilungi. Er því haldið fram að eldissilungurinn muni sleppa í meira og minna mæli úr eldinu og dreifa sér um allt land og að það sé alþekkt staðreynd að þá samstundis sé eyðilögð ímynd hreinnar og ómengaðrar náttúru.

Fiskistofa gaf út 30.5. 2012 leyfi fyrir 200 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi. Ári seinna tilkynnti leyfishafi um fyrirhugaða stækkun í 4.000 tonn á ári. Þann 6.3.  2014 komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að framkvæmdun væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Haustið 2016 sækir Arctic Sea Farm um stækkun upp í 5.300 tonna ársframleiðslu. Sú umsókn er svo afgreitt með útgáfu rekstrarleyfis 4. september 2020.

Kærendur halda því fram að leyfið sé ólögmætt og útgáfa þess óheimil þar sem mat á umhverfisáhrifum hafi ekki farið fram og að ekki hafi verið framkvæmd valkostagreining þar sem sjókvíaeldi er borið saman við aðra mögulega valkosti.

Athugasemdir kærenda beinast gegn Skipulagsstofnun og Matvælastofnun og ákvörðunum þeirra.

Kærendur settu þessu sömu sjónarmið fram í athugasemdum sem þeir gerðu við fyrirhugaða leyfisveitingu Matvælastofnunar, þegar hún var til umsagnar,  og var fjallað um þau þá, en ekki á þau fallist. Kærendur hafa því skotið máli sínu til úrskurðarnefndarinnar.

 

DEILA