Ísafjarðarbær: Viðurkenningar fyrir metnaðarfullt skóla- og frístundastarf.

Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar óskar eftir ábendingum um framúrskarandi skólaumhverfi í leikskólum, grunnskólum og dægradvöl Ísafjarðarbæjar skólaárið 2020-2021.

Ábendingarnar mega koma úr skólasamfélaginu, frá foreldrum eða öðrum íbúum vegna verkefna eða annars sem hefur þótt áhugavert, verið hvetjandi, framúrstefnulegt og sjálfssprottið meðal starfsfólks og nemenda.

Markmiðið er að vekja athygli á og veita viðurkenningu fyrir metnaðarfullt skóla- og frístundastarf.

Hægt er að senda inn ábendingar í allan vetur en þær munu fara fyrir fræðslunefnd og í lok skólaársins mun nefndin veita þeim hugmyndum sem þykja skara fram úr viðurkenningu.

Ábendingar skulu berast með tölvupósti á postur@isafjordur.is með efnislínunni „Framúrskarandi skólaumhverfi“.