ÍS 47 stefnir að auknu fiskeldi í Önundarfirði

Frá Flateyri

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir ÍS 47 ehf. vegna sjókvíaeldis í Önundarfirði.

Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 1.000 tonna hámarkslífmassa af regnbogasilungi og þorski. Áður var fyrirtækið með 200 tonna rekstrarleyfi fyrir regnbogasilungi og þorski.

Í ákvörðun Skipu­lags­stofn­un­ar um mats­skyldu seg­ir að það sé niðurstaða Skipu­lags­stofn­un­ar að aukið fisk­eldi ÍS 47 ehf. á Önund­arf­irði sé ekki lík­legt til að hafa um­tals­verð um­hverf­isáhrif og skuli því ekki háð mati á um­hverf­isáhrif­um.

Jafn­framt hvet­ur stofn­un­in fyr­ir­tækið og aðra sem að fram­kvæmd­inni koma til að viðhafa mót­vægisaðgerðir sem kynntar hafa verið við meðferð máls­ins.

DEILA