Bólusetningar vegna inflúensu eru hafnar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði og Patreksfirði. Ákveðin forgangsröðun hefur verið sett upp og hefur heilsugæslan sent bréf til þeirra hópa sem eru í forgangi og byrjað verður á að bólusetja. Talsvert meiri aðsókn hefur verið í bólusetningu en oft áður og ekki öruggt að allir sem vilja komist að segir í tilkynningu á vef Heilbrigðisstofnunarinnar.
Gylfi Ólafsson, forstjóri Hest vill vekja athygli á því að bólusetning hafi líka verið í boði á suðursvæðinu. Hún var auglýst fyrir áhættuhópa þar, eins og á norðursvæðinu, bæði bréfleiðis og með staðbundnum auglýsingum. Hjúkrunarfræðingar frá Patreksfirði fóru einnig á Bíldudal og Tálknafjörð til að bólusetja.
Í forgangshópum eru allir þeir sem náð hafa 60 ára aldri og þeir sem eru með undirliggjandi áhættuþætti eins og hjartasjúkdóma, sykursýki, öndunarfærasjúkdóma eða blóðþurrðarhjartasjúkdóma. Bókun fer fram í síma 450-4500 milli kl. 8:00 og 16:00 alla virka daga.
Þegar bólusetningu þessara hópa er lokið verður opnað fyrir almenna bólusetningu. Verður það tilkynnt nánar á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða þegar þar að kemur.