Hnífsdalur: hádegissteinninn festur

Í gær var unnið við að steypa undir og í kringum Hádegissteininn í Hnífsdal. Það er fyrirtækið Kubbur á Ísafirði sem vinnur verkið fyrir bæjarsjóð og Ofanflóðasjóð. Sigurður G. Óskarsson, framkvæmdastjóri Kubbs sagði í samtali við Bæjarins besta að fengin hafi verið þyrfa frá Norðurflugi til þess að flytja steypuna að steininum. „Þetta gekk fínt í frábæru veðri“ sagði Sigurður. Nú er verkinu að mestu lokið. Aðeins er eftir að slá utan af steypunni og ganga frá og verður það gert í næstu viku. Sigurður taldi að eftir þessar framkvæmdir færi steinninn ekki af stað.

Birgir Ómar Haraldsson hjá Norðurflugi sagði að þetta hefði verið skemmtilegt verkefni og gaman væri a segja frá því að „hjá okkur starfar Hrafnhildur dóttir Jóakims Pálssonar sem var alla sína tíð í dalnum sínum sem honum þótti vænt um.“