Harmónikan SCANDALLI

Árið 2008 færðu hjónin Ásgeir S. Sigurðsson og Messíana Marsellíusdóttir Byggðasafni Vestfjarða að gjöf Harmonikusafn Ásgeirs S.Sigurðssonar.
Þá taldi safnið um 140 harmonikur af ýmsum stærðum og gerðum og frá ýmsum tímaskeiðum í þróunarsögu harmonikunnar.

Ein af þessum harmónikum er af gerðinni SCANDALL framleidd á Ítalíu,

Saga harmónikunnar er sérstök því hún fannst fannst niðurgrafin í malarhaug á ruslahaugum Ísfirðinga um 1991.

Aðeins stóð upp úr lítið horn af nótnaborðinu.

Starfsmenn áhaldahússins á Ísafirði færðu Hauki Daníelssyni gripinn, en hann var þá verkfæravörður í áhaldahúsinu.

Harmonikan hefurgengið undir nafninu Hauga‐Lauga og hefur mikið verið notuð sem rigningarharmonika hjá ísfirskum harmonikuleikurum.

Rigningarharmonika er notuð þegar spila þarf utandyra í óvissri veðráttu og menn þora ekki að hætta rándýrum harmonikum út undir bertloft.