Hafdís Gunnarsdóttir áfram formaður Fjórðungssambandsins

Kosin var stjórn Fjórðungssambands Vestfjarða til næstu tveggja ára á þingi Fjórðungssambandsins um síðustu helgi.

Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafjarðarbæ  er áfram formaður Fjórðungssambandsins. Aðrir í stjórn eru Þórir Guðmundsson, Ísafjarðarbæ, Iða Marsibil Jónsdóttir, Vesturbyggð, Kristján Jón Guðmundsson, Bolungavík og Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Reykhólahreppi.

Sú breyting varð á skipan stjórnar frá síðustu stjórn að Sigurður Jón Hreinsson, Ísafjarðarbæ gekk úr stjórn og Þórir Guðmundsson kom í hans stað.

Samkomulag var gert um formannsstöðuna og mun næsta haust Hafdís Gunnarsdóttir láta af formennsku og  Jóhanna Ösp Einarsdóttir taka við embættinu.