Geymum kartöflur í myrkri

Á facebook síðu Matvælastofnunar kemur fram að mikilvægt er að geyma kartöflur í myrkri.

Ástæða þess er að sólanín og aðrir glýkóalkalóíðar eru náttúruleg eiturefni sem finnast í kartöflum og magn þeirra eykst í ljósi og með spírun eða hnjaski.

Einkenni eitrunar eru einkum frá melitngarfærum s.s. niðurgangur, uppköst og magaverkir.

Til að forðast þetta er ráðlagt að:

Geyma kartöflurnar á dimmum og svölum stað

Borða ekki kartöflur sem eru orðnar grænar, skemmdar og/eða farnar að spíra