Framúrskarandi fyrirtækin níu á Vestfjörðum

Creditinfo hefur birt lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2019. Þetta er í ellefta sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu en í ár eru 842 fyrirtæki á listanum eða um 2% allra virkra fyrirtækja á Íslandi. Framúrskarandi fyrirtækjum fækkar lítillega á milli ára en í fyrra voru 887 fyrirtæki á listanum.

Níu vestfirsk fyrirtæki voru á listanum í ár. Bæjarins besta hefur áður birt nöfn þeirra en hér koma upplýsingar um hvert og eitt sem Creditinfo hefur tekið saman. Þar koma fram upplýsingar um fjárhæð eigna og eiginfjárhlutfall og rekstrarniðurstöðu ársins 2019. Auk þessara fyrirtækja er Okrkubú Vestfjarða á listanum, en það tilheyrir opinberu fyrirtæki.

Þotan ehf í Bolungavík er með hæst eiginfjárhlutfall 72%, Jakob Valgeir ehf er með mestar eignir 13,5 milljarða króna og líka mestan rekstrarhagnað eða um 1 milljarð króna.