Flugfélagið Ernir 50 ára : saga og starfsemi

Í kvöld kl 20 verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut þáttur um sögu og starfsemi Flugfélagsins Ernis. Er það fyrri þáttur af tveimur.

Flugfélagið Ernir var stofnað í Bolungavík fyrir 50 árum. Annaðist félagið farþegaflug ásamt póst- og sjúkraflugi á Vestfjörðum um árabil og er enn að sinna áætlunarflugi til staða á Vestfjörðum. Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins og flugmaður hefur frá mörgu að segja og verður þátturinn efalaust mjög áhugaverður fyrir Vestirðinga.

Flugfélagið Ernir hélt upp um árabil áætlunarflugi milli flugvalla eða flugbrauta á Vestfjörðum við góðan orðstír, auk þess að bæta samgöngur við aðra landshluta.

Bæjarins besta vill vekja athygli Vestfirðinga og annarra landsmanna á þessum þáttum.