Fjórðungsþing fagnar Dýrafjarðargöngum

Í samþykkt Fjórðungsþings Vestfirðinga sem haldið var rafrænt á föstudaginn og laugardaginn er fagnað opnun Dýrafjarðarganga og því að framkvæmdir við Vestfjarðaveg 60 í Gufudalssveit eru hafnar.

Fjórðungsþingið vill að framkvæmdum við Bíldudalsveg, sem eru hluti af vegarbótum tengdum Dynjandisheiði, verði unnar fyrr en ráð er fyrir gert og að þeim verði lokið fyrir lok árs 2024.

 Ályktunin í heild:

„Fjórðungsþing Vestfirðinga fagnar þeim tímamótum sem verða á árinu 2020 með opnum
Dýrafjarðargangna. Áhrif opunar Dýrafjarðargangna á atvinnulíf og samfélög verða
víðtæk, sérstaklega á nýjar atvinnugreinar s.s. laxeldi og fyrir ferðaþjónustuna með
verkefninu Vestfjarðaleiðin.

Það er einnig ánægjuefni að framkvæmdir eru að hefjast við endurnýjun Vestfjarðavegar
60 í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði. Fjórðungsþing Vestfirðinga ítrekar í því
sambandi kröfu fyrri ára, að tenging Vestfjarðavegar 60 og Bíldudalsvegar úr Arnarfirði
sé unnin samhliða framkvæmdum á Vestfjarðavegi 60. Telur Fjórðungsþing Vestfirðinga
að tímarammi framkvæmda á Bíludalsvegi sé ekki í takt við uppbyggingu samfélaga og
atvinnulífs á sunnanverðum Vestfjörðum. Horfa ber því heildstætt á þessi þrjú verkefni
og vinna þau innan Samgönguáætlunar 2020-2024.

Hér eru kjörin verkefni í fjárfestingarátaki stjórnvalda til að mæta efnahagssamdrætti
vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Jafnt til að skapa störf til skemmri tíma litið en um
leið að ná mun fyrr inn þjóðhagslegum ávinningi af opnun Dýrarfjarðargangna samhliða
endurnýjun Vestfjarðavegar 60 og Bíldudalsvegar.“