Fimm smit á Ísafirði

Fimm ný smit voru staðfest í dag á Ísafirði.

Frá þessu er greint á facebook síðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Öll hin smituðu voru í sóttkví og er uppruni smitanna þekktur. Á grunni þessara niðurstaðna hafa 16 verið send í sóttkví til viðbótar.

Fjórir starfsmenn stofnunarinnar eru meðal þeirra sem eru í sóttkví en þjónusta hefur verið tryggð.