Fasteignamat hækkar mest á Vestfjörðum

Heildarfasteignamat á landinu sem gildir fyrir 2021 er 9.432 milljarðar króna miðað við
stöðuna eins og hún var að loknu endurmati 31. maí 2020 en fasteignamat sem gildir fyrir
2020 var á sama tíma tæpir 9.234 milljarðar króna. Heildarmat hækkar því um 2,1% milli
ára.

Þetta kemur fram í nýju mati Þjóðskrár Íslands.

8,2% hækkun á Vestfjörðum

Heildarfasteignamat tekur mismiklum breytingum eftir landshlutum. Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 2,3%, lækkar um 0,5% á Suðurnesjum, hækkar um 0,3% á Vesturlandi, um 8,2% á Vestfjörðum, um 6,5% á Norðurlandi vestra, 1,9% á Norðurlandi eystra, 3,5% á Austurlandi og um 2,4% á Suðurlandi.

Mest varð hækkunin á Ísafirði eða 11,2%. Þá hækkar matið um 8,5% á Tálknafirði.

15,3% hækkun íbúðamats í Ísafjarðarbæ

Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkaði um 2,3% á milli ára og er alls 6.557 milljarðar
króna, þar af hækkaði sérbýli um 2,3% á meðan fjölbýli hækkaði um 2,4%. Fasteignamat íbúða hækkaði um 2,4% á höfuðborgarsvæðinu en um 2,1% á landsbyggðinni. Fasteignamat íbúða hækkaði mest í Akrahreppi en þar hækkaði íbúðamatið um 15,9%, um 15,3% í Ísafjarðarbæ og um 14,8% í Ölfusi.

 

51 milljarðar króna íbúðamat

 

Fasteignamat íbúðarhúsnæðis á Vestfjörðum er 51,3 milljarðar króna og fasteignamat allra fasteigna í fjórðungnum er 82,6 milljarðar króna.

DEILA