Fá covidsmit hafa greinst síðustu daga á Vestfjörðum

Lögreglan á Vestfjörðum vekur athygli á því að síðustu daga hafa fá smit greinst í fjórðungnum.

Nú eru 11 smitaðir, allir á norðanverðum Vestfjörðum.

Á næstu vikum eru vetrarfrí í grunnskólum á Vestfjörðum.

Lögreglan hvetur til þess að fjölskyldur njóti þeirrar einstöku náttúru sem finna má á Vestfjörðum og fresti ferðum til annarra landssvæða þar sem faraldurinn er enn í vexti.

Fjarlægðatakmarkanir, handþvottur, rétt grímunotkun og það að forðast margmenni eru áfram bestu leiðirnar til að forðast smit.

Ef vart verður við flensueinkenni þá er mikilvægt að halda sig heima og hafa samband við næstu heilsugæslustöð eða í síma 1700.

Allir hlekkir í keðjunni eru mikilvægir. Verum tillitssöm og góð hvert við annað.

DEILA