Dýrafjarðargöng opnuð

Dýrafjarðargöngin voru opnuð í dag fyrir umferð. Við það opnast leiðin að vetri til milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og leiðin milli norður og suðurhluta Vestfjarða styttist um 27 km.

Það voru Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra sem sáu um opnunina við athöfn sem fram fór á netinu vegna kórónuveirufaraldursins.

Öllu tali var einnig útvarpað á FM í og við göngin þannig að þeir sem biðu í bílum sínum gátu hlustað á ávörp ráðherra og vegamálastjóra.

Ræðumenn óskuðu Vestfirðingum til hamingju með göngin sem og landsmönnum öllum.

Meira á morgun um atburðinn.

 

 

DEILA