Covid19: 13 smit á norðanverðum Vestfjörðum

Alls eru 13 einstaklingar með lögheimili á Vestfjörðum greindir með kórónaveiruna og 14 eru í sóttkví.  Fækkun varð um einn milli daga, tveir voru skráðir lausir við smit en einn bættist við.

Súsanna Björg Ástvaldsdóttir sóttvarnarlæknir á Vestfjörðum sagði í samtali við Bæjarins besta að allir þrettán smituðu einstaklingarnir væru á norðanverðum Vestfjörðum. Hún vildi ekki gefa nánari upplýsingar um dreifingu smitaðra eftir sveitarfélögum.

Aðpurð sagði hún að ekki kæmi til greina að opna líkamsræktarstöðvar á Vestfjörðum og sagði hún að fylgt yrði almennum fyrirmælum hvað þær varðar.

DEILA