Bolungavík: 1.423 tonna afli í september

Ísey EA kemur til löndunar í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landað 1.423 tonnum í Bolungavíkurhöfn í september.

Togarinn Sirrý ÍS var aflahæst og landaði 518 tonnum eftir 6 sjóferðir.

Dragnótabátarnir Ásdís ÍS og Þorlákur ÍS  lönduð 56 tonnum og 106 tonnum í mánuðinum.  Aðrir á dragnót voru Saxhamar SH með 97 tonn, Rifsari SH með 45 tonn, Særif SH með 23 tonn og Hamar SH með 18 tonn.

Línubátarnir reru stíft í mánuðinum. Jónína Brynja ÍS fór 20 róðra og aflaði 175 tonn, Fríða Dagmar ÍS landaði 166 tonnum í 20 róðrum, Einar Hálfdáns ÍS fór 17 róðra og aflaði 55 tonn og Otur II landaði 68 tonnum eftir 17 róðra.

Tíu aðrir bátar reru frá Bolungavíkurhöfn í mánuðinum og voru meðal annars á handfærum.

Þá bar til tíðinda að Þristur ÍS landaði 8 tonnum af hörpudisk.

DEILA