Björgunarfélag Ísafjarðar kynnir Unglingadeildina Hafstjörnu

Unglingadeildin Hafstjarnan er fyrir alla á aldrinum 13 – 18 ára, (8 bekkur og eldri).

Unglingadeildin er gott tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á útivist og skemmtilegum félagsskap og það er pláss fyrir alla og allir eru velkomnir.

Í unglingadeildinni eru allir vinir og vinna saman að því að leysa ýmis verkefni sem ein heild.

Ef þú hefur áhuga á að starfa í Björgunarsveit þá er kynning á starfinu næstkomandi fimmtudag (15. október) kl. 20:00 í Guðmundarbúð.