Bíldudalur: frístundabyggð fær lóð

Seljadalsskógur í Bíldudalsvognum er ekki fjarri Taglinu.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfesti í gær samningi við Strýtuholt ehf. um land í eigu Vesturbyggðar undir frístundabyggð við Tagl í Bíldudal. Samkvæmt samningnum er 13 hektara land undir frístundabyggð  úthlutað til 10 ára. Í samningnum er einnig mælt fyrir um það að ef engar framkvæmdir hefjist fyrir 1. október 2023 beri að skila landinu til sveitarfélagsins.

Svæðið var deiliskipulagt 2011 og gerir deiliskipulagið ráð fyrir 12 frístundahúsalóðum, stærð lóðanna er á bilinu 0,7-1,12 ha. Einnig er gert ráð fyrir leiksvæði og boltavelli á svæðinu.

DEILA