Tilkynnt var í morgun í Kauphöllinn í Osló að ákveðið hafi verið að stækka hlutafjárútboðið í Icelandic Salmon ( Arnarlax) vegna mikillar eftispurnar. Verðmæti hlutafjársölunnar verður eftir stækkun um 500 milljónir norskra króna sem jafngildir um 8,6 milljarða íslenskra króna.
Til sölu verða 4.347.826 nýir hlutir í fyrirtækinu í stað 3.756.522, sem áður hafði verið auglýst. Fjárfestar skráðu sig fyrir öllu því hlutafé strax í gærmorgun. Þá eru til sölu til viðbótar 1.281.518 hlutir í eigu núverandi hluthafa, sem nýir fjárfestar hafa einnig skráð sig fyrir til kaups.
Aukningin í nýjum hlutum eru 591.304 hlutir. Nýjum fjárfestum býðst að kaupa hlut á 115 norskar krónur sem er um 10% afsláttur frá síðasta verði í Kauphöllinni fyrir útboðið.