Þann 19. október árið 1918 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um sambandslagasamninginn milli Íslands og Danmerkur og var hann samþykktur með rúmlega 90% atkvæða.
Kosningaþátttaka var tæplega 44%. Samningurinn gekk í gildi þann 1. desember.
Sambandslögin voru lög um það hvernig Ísland stóð í sambandi sínu við Danmörku. Í þeim kom meðal annars fram viðurkenning Danmerkur á því að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki. Dagurinn varð smám saman að almennum þjóðhátíðardegi fram að lýðveldistíma og var Íslenski fáninn dreginn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni þennan dag.
Þann sama dag barst Spænska veikin til Íslands og geisaði fram í desember. Um 4-500 manns dóu af völdum hennar hér á landi.
Spænska veikin var inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn árin 1918-19. Veirustofninn heitir H1N1 innan inflúensu af A-stofni. Spænska veikin er mannskæðasta farsótt sem sögur fara af. Talið er að 50 milljónir manna hafi dáið af völdum hennar.
19. október er einnig afmælisdagur Agnesar M Sigurðardóttur biskups Íslands sem árið 2012 varð fyrst kvenna til að gegna því embætti.
Svo einn atburður enn sé nefndur þá lauk Hundrað ára stríðinu milli Frakklands og Englendinga einnig þennan dag árið 1453. Það hafði þá staðið með hléum í 116 ár.